fim 12. mars 2020 13:02
Elvar Geir Magnússon
Grunur um að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu smitaðir
Mynd: Getty Images
Telegraph segir að ónefnt enskt úrvalsdeildarfélag hafi sett leikmenn sína í skoðun þar sem grunsemdir eru um kórónaveiru. Þrír aðalliðsleikmenn félagsins hafi sýnt einkenni.

Niðurstaða úr sýnum sem voru tekin ætti að liggja fyrir á morgun. Ef þau reynast jákvæð fer allur leikmannahópurinn í sóttkví.

Jason Burt, yfirmaður fótboltafrétta hjá Telegraph, greinir frá þessu.

Aukin pressa er á ensku úrvalsdeildina að fresta leikjum frekar en að leika fyrir luktum dyrum, eins og gert hefur verið á Spáni og Ítalíu.

Til að byrja með sýndi einn leikmaður enska liðsins einkenni veirunnar og var settur í sjálfskipaða sóttkví. Síðan fóru tveir aðrir leikmenn að sýna einkenni.



UPPFÆRT: Ljóst er að um er að ræða Leicester. Meira hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner