fim 12. mars 2020 16:09
Elvar Geir Magnússon
Man Utd greiðir stuðningsmönnum sínum bætur
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ákveðið að gera góðverk og greiða bætur til þeirra stuðningsmanna sem ætluðu að sjá Evrópuleik liðsins gegn LASK Linz í Austurríki í kvöld.

Leikurinn verður fyrir lyktum dyrum en United ætlar að borga hverjum einstaklingi 60 þúsund íslenskra krónur í bætur. Samtals eru þetta greiðslur upp á 40,7 milljónir.

Í yfirlýsingu United segir að þar sem tilkynnt hafi verið ansi seint um að leikið yrði án áhorfenda hafi margir stuðningsmenn ekki getað fengið ferðakostnað endurgreiddan.

Leikur Linz og Manchester United hefst klukkan 17:55.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner