banner
   fim 12. mars 2020 23:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Öllu frestað í Belgíu
Mynd: Getty Images
Í kvöld var greint frá því að öllum skólum yrði lokað í Belgíu vegna útrbreiðslu kórónaveirunnar.

Í kjölfarið var tilkynnt um að knattspyrnumótum yrði frestað þar til 3. apríl. Þar með talið er að sjálfsögðu efsta deild og úrslitaleikur bikarsins þar í landi.

Þriggja vikna frestun hefur verið staðfest en einni umferð er ólokið í belgísku deildinni.

Eftir þá umferð var áætlað að skipta deildinni í tvær úrslitakeppnir en óvíst er hvort þau áform haldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner