Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. mars 2020 12:01
Elvar Geir Magnússon
Segja að Meistaradeildinni verði frestað
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Marca segir að UEFA hyggist fresta Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni.

Ekkert hefur verið tilkynnt um þetta en Marca segist hafa heimildir fyrir því að þetta verði staðfest á næstu klukkustundum.

Ástæðan er heimsfaraldurinn sem nú er í gangi.

Fótboltatímabilið er í uppnámi en Evrópuleikjum hefur þegar verið frestað. Sevilla átti að mæta Roma í dag og Inter að leika gegn Getafe en þeim leikjum var frestað.

Fyrr í dag var tilkynnt að ekki yrði leikið í La Liga á Spáni næstu vikur og þegar hefur ítölsku A-deildinni verið frestað. Þá var tilkynnt í dag að leikmannahópur Real Madrid er kominn í sóttkví. Real Madrid á að leika seinni leik sinn gegn Manchester City í næstu viku.

Lið Inter og Juventus eru einnig í sóttkví.
Athugasemdir
banner