Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. mars 2020 20:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stærsti Evrópuútisigur Manchester United í 55 ár
Mynd: Getty Images
Manchester United vann stórsigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Leikið var í Austurríki og United fer með fimm marka forskot inn í seinni leikinn sem er á að fara fram eftir viku.

Þetta er stærsti útisigur United í Evrópu frá því gegn RC Strasbourg í 8-liða úrslitum Fairs Cup árið 1965.

Þá vannst einnig 5-0 sigur. Odion Ighalo, Daniel James, Juan Mata, Mason Greenwood og Andreas Pereira sáu um að skora mörkin í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner