Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. mars 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Atalanta: Fótbolti er þunglyndislyf - Spilum fyrir luktum dyrum
Mynd: Getty Images
Ítalska knattspyrnusambandið greip á það ráð á mánudag að loka á alla íþróttaviðburði eftir leik Sassuolo og Brescia á mánudag.

Atalanta lék gegn Valencia í Meistaradeildinni á þriðjudag en hvorki Roma né Inter spilar í kvöld í Evrópudeildinni.

Tveir leikmenn í A-deildinni á Ítalíu hafa verið greindir með kórónaveiruna og hafa margir látið lífið á Ítalíu vegna hennar. Stjóri Atalanta, Gian Piero Gasperini, vill halda áfram að spila leiki og það fyrir luktum dyrum.

Gasperini segir fótboltann vera þunglyndislyf og það verði að spila. Ekki er víst hvernig Gasperini hyggst leysa þann vanda að lið eru komin í sóttkví og leikmenn með veiruna.

Stefnan var upprunalega sett á að leikir í A- og B-deildinni á Ítalíu myndu fara fram þann 3. apríl en mögulega þróast málin þar í landi á annan hátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner