fim 12. mars 2020 15:50
Elvar Geir Magnússon
Líklegt að UEFA fresti EM til 2021
Mynd: Getty Images
UEFA tilkynnti í dag að fundað verði á þriðjudaginn um framhaldið á keppnum á vegum sambandsins.

Rætt verður um mögulega frestun á Meistaradeildinni og Evrópudeildinni og hvað verður gert varðandi EM alls staðar.

EM á að vera á leikvöngum víðsvegar um Evrópu 12. júní til 12. júlí.

Á fundinum á þriðjudag verður rætt um þann möguleika á að fresta mótinu um eitt ár og spila 2021. Sagt er að UEFA sé að færast nær þessari niðurstöðu.

Ef EM verður frestað um eitt ár ætti að myndast svigrúm til að klára deildakeppnir.

Spennandi verður að sjá hvað verður um umspilið en Ísland á að mæta Rúmeníu þann 26. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner