Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. mars 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alaba aðeins búinn að ná samkomulagi við Real Madrid
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greinir frá því að austurríski knattspyrnumaðurinn David Alaba sé aðeins búinn að ná munnlegu samkomulagi við eitt félag, spænska stórveldið Real Madrid.

Alaba er afar fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem miðvörður, vinstri bakvörður, miðjumaður og vinstri kantur. Hann hefur verið lykilmaður í liði FC Bayern undanfarin ár en yfirgefur félagið á frjálsri sölu í sumar.

Fimm stórlið úr enska og spænska boltanum hafa sett sig í samband við Alaba undanfarna mánuði en hann hefur aðeins náð munnlegu samkomulagi við eitt félag.

Barcelona var sagt hafa náð samkomulagi við Alaba en Pini Zahavi, umboðsmaður hans, þvertók fyrir það í viðtali við Goal.com.

„Það er ekkert munnlegt samkomulag við Barcelona. Þessar fregnir eru ósannar," sagði Zahavi við Goal.

Alaba er búinn að ná samkomulagi við Real Madrid um samning sem gildir þar til í júní 2025. Leikmaðurinn mun fá 12 milljónir evra í árslaun, eða 230 þúsund evrur á viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner