Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. mars 2021 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diljá skrifar undir tveggja ára samning við meistarana
Mynd: BK Häcken
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag tilkynnti BK Häcken að Diljá Ýr Zomers hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Félagsskiptin gengu í gegn í gær og kaupir Häcken Diljá frá Val.

Diljá er nítján ára og var hún í febrúar valin í æfingahóp kvennalandsliðsins. Diljá ræddi við Fótbolta.net í gærkvöldi um félagsskiptin og sagði söguna frá því hún mætti út og vann sér inn samninginn með góðri frammistöðu á æfingum hjá félaginu.

Viðtalið:
„Ekkert sem segir mér að þetta geti verið rangt skref"

„Ég hélt fyrst að hún væri aðeins hér að heimsækja Valgeir, en svo kom í ljós að hún myndi flytja hingað og hún hefur verið mjög góð á æfingum, svo þetta var góð lausn fyrir báða aðila. Það er mjög jákvætt að þetta sé klappað og klárt," sagði Mats Gren, þjálfari Häcken.

„Diljá hefur aðallega spilað sem kantmaður á Íslandi. Hún getur leyst margar stöður, bæði sem sóknarsinnaður bakvörður og líka sem tía eða framherji," bætti Gren við.

BK Häcken er sænskur meistari en á síðustu hét liðið Kopparbergs/Gautaborg, vegna fjárhagsörðugleika tók Häcken yfir liðið og leikur það því nú undir merkjum þess.

Diljá gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik með félaginu á morgun þegar Häcken mætir liði Växjö í sænska bikarnum. Með liði Växjö leikur Andrea Mist Pálsdóttir.


Athugasemdir
banner
banner
banner