Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 12. mars 2021 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Fram og Kórdrengir skildu jöfn - Leiknir R. á möguleika
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö fyrir Leikni
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö fyrir Leikni
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir R. vann Þrótt R. 5-2 í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins í kvöld en þetta var annar sigur Leiknismanna í bikarnum. Fram og Kórdrengir gerðu þá 1-1 jafntefli.

Leiknismenn byrjuðu leikinn af krafti en Sævar Atli Magnússon skoraði fyrsta markið á 11. mínútu áður en Ágúst Leó Björnsson tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar.

Þróttarar minnkuðu muninn með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu en Emil Berger svaraði strax með þriðja marki Leiknismanna. Þróttarar náðu inn einu marki fyrir hálfleik er Daði Bergsson skoraði og staðan 3-2 í hálfleik.

Í þeim síðari bættu þeir Sævar Atli og Daníel Matthíasson við mörkum hjá Leikni og lokatölur 5-2. Leiknismenn eru með 9 stig í þriðja sæti riðilsins en eiga enn möguleika á að komast í 8-liða úrslit ef Fylkir tapar fyrir Breiðablik með tveimur eða fleiri mörkum. Þróttur R. er á meðan í næst neðsta sæti með 3 stig.

Fram og Kórdrengir gerðu þá 1-1 jafntefli í riðli 2. Albert Brynjar Ingason skoraði fyrir Kórdrengi á 50. mínútu en Aron Snær Ingason jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir.

Framarar enda Lengjubikarinn með 5 stig í 4. sæti en Kórdrengir í 5. sæti með 4 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Leiknir R. 5 - 2 Þróttur R.
1-0 Sævar Atli Magnússon ('11 )
2-0 Ágúst Leó Björnsson ('20 )
2-1 Markaskorara vantar ('39, víti )
3-1 Emil Berger ('40 )
3-2 Daði Bergsson ('45 )
4-2 Sævar Atli Magnússon ('69 )
5-2 Daníel Matthíasson ('78 )

Fram 1 - 1 Kórdrengir
0-1 Albert Brynjar Ingason ('50 )
1-1 Aron Snær Ingason ('86 )


Athugasemdir
banner
banner
banner