Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. mars 2021 18:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd ræðir við Bailly um nýjan samning
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur hafið viðræður við varnarmanninn Eric Bailly um nýjan samning.

Hinn 26 ára gamli Bailly kom til Manchester United frá Villarreal á 30 milljónir punda árið 2016 og hefur spilað hundrað leiki síðan þá.

Núverandi samningur hans rennur út árið 2022.

„Við erum byrjaðir að tala saman. Eric er farinn að ná að halda sér heilum í lengri tíma og ég hef verið mjög ánægður með hann," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.

„Leikstíll hans hefur orðið til þess að hann hefur misst af of mikið af leikjum. Hundrað leikir er ekki nægilega mikið á þeim tíma sem hann hefur verið hér."
Athugasemdir
banner
banner