Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. mars 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United án þriggja framherja á sunnudag?
Anthony Martial
Anthony Martial
Mynd: Getty Images
Útlit er fyrir að sóknarmennirnir Marcus Rashford, Anthony Martial og Edinson Cavani verði allir fjarri góðu gamni þegar Manchester United mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Martial fór meiddur af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli gegn AC Milan í gærkvöldi en bæði Rashford og Cavani voru fjarri góðu gamni þar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sagði eftir leikinn í gær að Rashford og Cavani nái líklega ekki leiknum á sunnudag. Rashford ætti hins vegar að ná síðari leiknum gegn AC Milan í næstu viku. Óvíst er með Martial.

„Anthony (Martial) fékk högg á mjöðmina og þar er annar framherji sem við þurfum að skoða," sagði Solskjær.

Hinn 18 ára gamli Amad Diallo, sem Man Utd fékk í sínar raðir í janúar, kom inn á fyrir Martial í gær og skoraði laglegt skallamark í síðari hálfleiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner