Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. mars 2021 09:07
Magnús Már Einarsson
Markvörður Birmingham grét fyrir leik
Hannah svekkt eftir leikinn í gær.
Hannah svekkt eftir leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Birmingham City í ofurdeild kvenna á Englandi eru allt annað en ánægðir eftir 4-0 tap liðsins gegn Everton í gærkvöldi.

90 mínútum fyrir leik fékk Hannah Hampton, markvörður Birmingham, að vita að hún kemur ekki til greina í Ólympíuhóp Bretlands í ár.

Hin tvítuga Hampton hefur verið viðloðandi enska landsliðið og þessi tíðindi fóru illa í hana. Hampton grét fyrir leikinn og náði alls ekki að sýna sínar bestu hliðar.

Carla Ward, stjóri Birmingham, segir að tímasetningin á að tilkynna hópinn hafi verið óásættanleg og að þetta hafi klárlega haft áhrif á frammistöðu Hampton í leiknum.

Enska knattspyrnusambandið hefur viðurkennt að tímasetningin á valinu hafi verið illa skipulögð og hefur beðist afsökunar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner