Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. mars 2021 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Rodriguez ekki með Everton í næstu tveimur leikjum
James Rodriguez verður hvíldur um helgina
James Rodriguez verður hvíldur um helgina
Mynd: Getty Images
James Rodriguez, leikmaður Everton, verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum en Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Ancelotti staðfesti í dag að franski miðjumaðurinn Abdoulaye Doucoure verður ekki með liðinu næstu átta til tíu vikurnar vegna meiðsla.

Hann bætti þá við að James Rodriguez mun ekki spila með liðinu gegn Burnley á morgun og þá mun hann líklega ekki vera með gegn Manchester City í enska bikarnum í næstu viku.

„James spilaði mjög vel gegn Man Utd og Liverpool en hann var ekki 100 prósent klár. Við ákváðum að leyfa honum að jafna sig og ekki spila honum þegar hann er ekki klár. Við ákváðum þetta í sameiningu og leikmaðurinn er sammála," sagði Ancelotti.

„Það er betra fyrir hann að leysa vandamálin og vera klár fyrir restina af tímabilinu. Hann verður líklega klár eftir landsleikjatörnina," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner