Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. mars 2021 09:00
Magnús Már Einarsson
Stór nöfn á óskalista Manchester United
Powerade
Erling Braut Haaland er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Erling Braut Haaland er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Donnarumma gæti komið í ensku úrvalsdeildina.
Donnarumma gæti komið í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Manchester United kemur talsvert við sögu í slúðurpakka dagsins að þessu sinni.



PSG er að skoða stöðu Cristiano Ronaldo (36) hjá Juventus en hann gæti farið til frönsku meistaranna ef hann skiptir um félag í sumar. (Le Parisien)

Lionel Messi (33) ætlar að spila tvö tímabil í viðbót í Evrópu áður en hann fer til Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. 50% líkur eru á að Messi spili áfram með Barcelona á næsta tímabili. (Cadena Ser)

Chelsea er að skoða Kingsey Coman (24) en hann gæti komið frá Bayern Munchen ef Christian Pulisic (22) fer frá Chelsea í sumar. (Mail)

Arsenal, West Ham, Everton og Brighton eru í viðræðum við Ibane Bowat (18) varnarmann Fulham. (Teamtalk)

Mino Raiola, umboðsmaður Gianluigi Donnarumma (22) markvarðar AC Milan, er sagður vera í viðræðum við Chelsea og Manchester United. Donnarumma verður samninsglaus í sumar. (Football london)

Nemanja Matic (32) miðjumaður Manchester United myndi íhuga endurkomu til Benfica ef portúgalska félagið myndi hafa samband. Matic er þó sagður sáttur hjá Manchester United. (Sun)

Wolves er að reyna að kaupa lánsmennina Willian Jose (29) sem er á láni frá Real Sociedad, Rayan Ait-Nouri (19) frá Angers og Vitinha (21) frá Porto. (Express and Star)

Barcelona hefur boðið Gini Wijnaldum (30) miðjumanni Liverpool samning en hann er væntanlega á förum í sumar. (Football Insider)

Franski varnarmaðurinn Raphael Varane (27) er að ræða nýjan samning við Real Madrid en Manchester United hefur sýnt honum áhuga. (Marca)

Manchester United er einnig með Harry Kane (27) framherja Tottenham og Erling Braut Haaland (20) framherja Borussia Dortmund á óskalista sínum yfir menn sem gætu tekið við framherjastöðunni af Anthony Martial (25). (Mirror)

Joan Laporta, nýkjörinn forseti Barcelona, hefur sett Erling Braut Haaland (20) efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. Laporta vill byggja lið Barcelona upp í kringum Haaland og Lionel Messi. (AS)

Maurizio Sarri er að taka við Napoli en hann gæti fengið miðjumanninn Jorginho til félagsins frá Chelsea í sumar. (Radio Kiss Kiss)

Juventus er einnig að skoða Jorginho. (Tuttosport)

Gríski varnarmaðurinn Konstantinos Mavropanos (23) er ekki búinn að gefast upp á framtíð sinni hjá Arsenal en hann hefur leikið vel á láni hjá Stuttgart í vetur. (Bild)

Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa óskað eftir athugasemdum frá stjórum, yfirmönnum fótboltamála og fyrirliðum varðandi VAR til að reyna að bæta tæknina fyrir næsta tímabil. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner