Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. mars 2021 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Vill vinna HM með bandaríska landsliðinu
Chris Richards
Chris Richards
Mynd: Getty Images
Bandaríski varnarmaðurinn Chris Richards segir markmiðið að vinna HM með bandaríska landsliðinu.

Richards er samningsbundinn Bayern München í Þýskalandi en er á láni hjá Hoffenheim.

Hann er nú partur af bandaríska landsliðinu en þjóðin hefur verið að framleiða mikið af efnilegum leikmönnum undanfarið.

Þar má nefna leikmenn á borð við Giovanni Reyna, Christian Pulisic, Sergino Dest, Tyler Adams, Timothy Weah og Weston McKennie.

Bandaríkin mun halda HM árið 2026 ásamt Kanada og Mexíkó en markmiðið er að vinna mótið.

„Við viljum vinna hvern einasta leik og öll mót sem við tökum þáttí en það að geta spilað á heimavelli árið 2026 er eitthvað sem gefur okkur enn meiri hvatningu," sagði Richards.

„Við viljum skrá okkur í sögubækurnar með því að vinna HM í fyrsta sinn," sagði hann ennfremur.

Besti árangur bandaríska landsliðsins er 3. sæti en liðið tók bronsið á fyrsta HM árið 1930. Liðið komst þá í 8-liða úrslit á HM 2002.
Athugasemdir
banner
banner