Alfons Sampsted var í byrjunarliði Birmingham í fyrsta sinn á tímabilinu í gær þegar liðið vann Stevenage 2-1 í ensku C-deildinni.
Alfons fiskaði víti í fyrri hálfleik og var valinn maður leiksins. Hann var í viðtali á Youtube-rás félagsins eftir leikinn.
Alfons fiskaði víti í fyrri hálfleik og var valinn maður leiksins. Hann var í viðtali á Youtube-rás félagsins eftir leikinn.
„Ég sá tækifæri og stökk á það og Jay (Stansfield) finnur mig, ég veit ekki hvort hann er með augu á hnakkanum, þetta var frábær sending," sagði Alfons
„Mér fannst ég koma með orku í leikinn, á þessum tímapunkti snýst þetta allt um orku, við vitum að við erum með gæðaleikmenn. Ég nýtti tækifærið til hins ýtrasta."
Stuðningsmenn liðsins kusu hann einnig mann leiksins í kosningu á samfélagsmiðlinum X.
„Ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið en ef það bætist ofan á er það æðisleg auka verðlaun."
Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu en sannaði sig svo sannarlega í gær.
„Ég reyni að hjálpa liðinu eins mikið og hægt er innan sem og utan vallar. Ef ég á að bara að vera einn af hópnum og bæta orkustigið á æfingum er það frábært en fyrst og fremst vil ég spila, ég vildi sýna að ég er tilbúinn þegar ég er á vellinum," sagði Alfons.
Athugasemdir