Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 12. apríl 2018 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Símun: Keflavík er lið sem á að vera í efstu deild
Símún gerði góða hluti með Keflvíkingum áður en hann hélt til Þórshafnar 2010.
Símún gerði góða hluti með Keflvíkingum áður en hann hélt til Þórshafnar 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Símun Samuelsen var í liði HB sem sigraði Skála með þremur mörkum gegn engu í færeyska boltanum í dag.

Símun verður 33 ára í maí en hann lék fyrir Keflavík á sínum yngri árum og gerði 19 mörk í 74 deildarleikjum. Þá á hann 44 landsleiki að baki fyrir Færeyjar.

„Við töpuðum fyrsta leik tímabilsins á heimavelli sem er aldrei gott, þannig mjög mikilvægt að ná í sEx stig úr tveimur leikjum," sagði Símún eftir leikinn.

„HB er stærsta liðið í Færeyjum og er búið að lenda í fimmta sæti tvisvar sinnum í röð, sem er ekki nógu gott fyrir lið eins og HB. Við viljum komast ofar og markmiðið er að enda í topp þremur.

„Þriðja sætið gefur evrópukeppni sem er mjög mikilvægt peningalega séð. Það eru 22 leikir eftir og við erum komnir með 10 stig sem er bara ágætt."


Símun segir breytingarnar sem fylgja Heimi Guðjónssyni vera frábærar og telur að aukin fagmennska geti skilað félaginu langt.

„Hann er 100% professional þjálfari, það sér maður strax. Hann vill alltaf fá 100% frá leikmönnum, sama hvort það sé á æfingu eða bara að mæta í mat. Það hefur komið í ljós í síðustu tveimur leikjum að þetta er að virka."

Símun er enn með mikil tengsl í Reykjanesbæ frá tíma sínum þar og segist fylgjast með gengi Keflvíkinga, sem eru komnir aftur upp í Pepsi-deildina eftir tvö ár í Inkasso.

„Ég á náttúrulega fjölskyldu í Keflavík/Njarðvík þannig þetta er lið sem ég þekki mjög vel. Ég spilaði þarna í einhver fimm eða sex tímabil þannig ég fylgist alltaf með. Svo þekki ég leikmenn á Íslandi, Gunnar Nielsen er í FH, Kaj Leo í Vestmannaeyjum og marga aðra.

„Keflavík er lið sem á að vera í efstu deild á Íslandi. Það geta ekki bara verið lið úr bænum, það er mikilvægt að hafa einhvern annan þarna.

„Keflavík er eitt af þessum liðum sem á að vera í efstu deild."

Athugasemdir
banner
banner