fös 12. apríl 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
19 ára skoraði þrennu í Evrópudeildinni í gær
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára gamli Joao Felix skoraði þrennu í Evrópudeildinni í gærkvöldi þegar lið hans, Benfica, sigraði Eintracht Frankfurt.

Leiknum lauk með 4-2 sigri Benfica og kom Joao Felix liðinu yfir úr vítaspyrnu á 21. mínútu leiksins. Hann bætti öðru marki sínu við á markamínútunni. Þrennan var síðan fullkomnuð þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Magnaður gæi.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er eftirsóttur af mörgum stórliðum og Talið er að Manchester United, Liverpool og Bayern München séu á meðal félaga sem vilja fá hann.

Það er mikil spenna fyrir þessum leikmanni. Hann kom upp í gegnum akademíu Benfica og mun ekki kosta neitt klink. Hann skrifaði nýverið undir samning við Benfica með riftunarverði upp á 120 milljónir evra (105 milljónir punda). Forseti Benfica vill vinna Meistaradeildina með liði af heimamönnum. Joao Felix er hluti af því plani.

Sjá einnig:
Hver er Joao Felix?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner