Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. apríl 2019 10:30
Arnar Helgi Magnússon
Eiður Smári spáir því að Juventus vinni Meistaradeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen spáir því að Juventus fari alla leið í Meistaradeildinni í ár með Cristiano Ronaldo innanborðs.

Eiður Smári verður í teyminu í kringum enska boltann hjá Símanum á en úrvalsdeildin færist þangað frá og með næsta tímabili. Þetta var kynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Símans í gær.

„Barcelona voru nú ekkert svakalega sannfærandi á móti Manchester United en þeir gerðu það sem þeir þurftu, héldu hreinu og skoruðu á útivelli. Það getur gefið gríðarlega mikið," sagði Eiður Smári.

„Það er einhver rómantík í gangi í Manchester með Ole Gunnar. Sérstaklega eftir kvöldið í París, þar sýndi liðið að þeir hafa gæðin og karakterinn í að snúa einvíginu við.

„Það er eitthvað sem að segir mér að Juventus vinni þetta. Þeir eru með þétt og reynslumikið lið, þeir hafa farið í úrslitin áður nýlega og ég held að þetta verði árið sem að þeir klári þetta," sagði Eiður að lokum.

Sjá einnig:
Eiður Smári: Lífið komið núna í röð og reglu
Eiður Smári skíthræddur um að Liverpool vinni deildina
Eiður Smári: Lífið komið núna í röð og reglu
Athugasemdir
banner
banner
banner