Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. apríl 2019 13:46
Elvar Geir Magnússon
Klopp um Chelsea stuðningsmennina: Þetta er ógeðslegt
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fordæmir orð stuðningsmanna Chelsea sem voru með fordóma í garð Mo Salah.

Fótbolti.net fjallaði um málið í gærkvöldi en fámennur stuðningsmannahópur Chelsea voru á bar í Prag að syngja um að Salah væri hryðjuverkamaður. Salah er Egypti

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Á fréttamannafundi í dag kallaði Klopp eftir því að hart yrði tekið á málinu.

„Þetta er ógeðslegt. Þetta eru fáir einstaklingar en því harðar sem við tökum á þessu því meira hjálpar það að forðast hluti sem þessa í framtíðinni," sagði Klopp.

„Þetta er eitthvað sem á alls ekki að gerast. Þetta er merki um að eitthvað rangt sé í gangi í heiminum. Ef þú hegðar þér svona ættir þú aldrei að fara aftur á fótboltaleik."

„Allur rasismi er rangur. Fótbolti er besta dæmið um hvernig ólíkir kynþættir geta unnið vel saman. Við þurfum að stíga fast til jarðar og leyfa þessu ekki að endurtaka sig. Við munum vinna vel saman með Chelsea að leysa þetta mál."
Athugasemdir
banner