Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. apríl 2019 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Stöðvuðu leik Rúnars vegna fordóma úr stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er Dijon gerði markalaust jafntefli við Amiens í franska boltanum í dag.

Liðin mættust í fallbaráttunni og halda Rúnar og félagar sárir heim enda áttu þeir mikið af færum sem fóru forgörðum.

Leikurinn fangaði þó athygli franskra fjölmiðla fyrir allt annað en knattspyrnuna sem var spiluð. Leikinn þurfti nefnilega að stöðva vegna kynþáttaníðs sem barst úr stúkunni.

Leikmenn gerðu sig líklega til að ganga af velli og þegar lætin voru sem mest töluðu þeir við áhorfendur og báðu um að hætta þessu kjaftæði, eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Uppfærsla: Búið er að bera kennsl á og handtaka einn áhorfendanna sem gaf frá sér apahljóð.













Athugasemdir
banner
banner
banner
banner