fös 12. apríl 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sagt að Solskjær vilji fá bakvörð PSG
Meunier í landsleik með Belgíu á Laugardalsvelli.
Meunier í landsleik með Belgíu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er efins um að kaupa Aaron Wan-Bissaka, bakvörð Crystal Palace.

Solskjær hefur verið mjög hrifinn af þróun hins tvítuga Diogo Dalot á tímabilinu.

Wan-Bissaka er 21 árs og braust inn í aðallið Palace á síðasta tímabili. Hann hefur fengið lof fyrir sína frammistöðu.

The Sun segir að Solskjær telji sig ekki þurfa tvo unga bakverði að berjast um sömu stöðuna. Norski stjórinn sé tilbúinn að gera Dalot að byrjunarliðsmanni og vilji frekar fá reynslumeiri leikmann.

Þar er nefndur Thomas Meunier en þessi 27 ára hægri bakvörður er ekki ofarlega á blaði hjá Paris Saint-Germain .

Meunier kom til PSG 2016 og var hluti af belgíska landsliðinu sem endaði í þriðja sæti á HM í fyrra.

Hann hefur aðeins byrjað fjóra af síðustu fjórtán leikjum PSG.
Athugasemdir
banner
banner