Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 12. apríl 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að sonur sinn sé ekki á förum frá PSG
Neymar, sóknarmaður PSG.
Neymar, sóknarmaður PSG.
Mynd: Getty Images
Faðir brasilíska sóknarmannsins Neymar segir að það sé ekkert til í þeirri fjölmiðlaumfjöllun að sonur sinn vilji yfirgefa frönsku meistarana.

Reglulega berast fréttir af því að Neymar sé óánægður í París og vilji snúa aftur til Spánar.

Hann var keyptur á metfé til Paris Saint-Germain sumarið 2017.

„Hann gerði langtímasamning við PSG og tímabili tvö er ekki einu sinni lokið. Allir mega ró sig í þessum kjaftasögum. Öllum félögum dreymir um að fá leikmann eins og hann en PSG stuðningsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur því Neymar vill ekki fara," segir pabbinn.

„Neymar vill vera áfram í París og halda áfram að vinna titla."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner