Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 12. apríl 2019 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Nastasic skemmdi fyrir Nürnberg
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nürnberg 1 - 1 Schalke
1-0 Yuya Kubo ('83)
1-1 Matija Nastasic ('85)

Nürnberg virðist vera ætlað að falla eftir annað óheppilegt jafntefli í fallbaráttunni.

Nürnberg átti þrjá fallbaráttuslagi í röð og vann þann fyrsta gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg. Liðið var síðan óheppið að gera jafntefli við Stuttgart og í dag var óheppnin aftur á ferðinni gegn Schalke.

Heimamenn í Nürnberg voru betri stærstan hluta leiksins en bæði lið fengu góð færi. Yuya Kubo skoraði fyrsta mark leiksins á 83. mínútu við mikil fagnaðarlæti, sem voru þó skammlíf því serbneski varnarmaðurinn Matija Nastasic jafnaði tæplega tveimur mínútum síðar.

Mark Nastasic var afar heppilegt og kom í kjölfarið af hornspyrnu, en fast skot fyrir utan teig fór í varnarmann og náði Nastasic að teygja sig í boltann til að stýra honum í netið.

Lokatölur voru því 1-1 og þess má geta að heimamenn klúðruðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Nürnberg er í næstneðsta sæti þýsku deildarinnar, sjö stigum frá Augsburg í öruggu sæti. Aðeins þrjú stig eru í Stuttgart sem vermir umspilssæti og því eru enn góðir möguleikar á að félagið bjargi sér frá falli. Það hjálpar þó ekki að næstu leikir eru gegn Leverkusen, FC Bayern, Wolfsburg og M'Gladbach.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner