Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. apríl 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Warnock vill vera áfram sama hvað gerist
Mynd: Getty Images
Útlitið er ansi dökkt fyrir Cardiff en liðið er fimm stigum frá öruggu sæti þegar liðið á sex leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni.

Cardiff mætir Burnley á Turf Moor og laugardaginn en með sigri þar myndi liðið opna fallbaráttuna upp á gátt.

„Stuðningurinn sem að við höfum fengið á leiktíðinni er búinn að vera magnaður. Ég hef aldrei upplifað annan eins stuðning, hvergi," sagði Neil Warnock.

„Ef að við fengjum ekki þennan stuðning þá væri ekkert mál fyrir mig að labba í burtu núna en ég stend í þakkarskuld stuðningsmennina. Þeir hafa verið magnaðir og núna ætlum við að gefa til baka."

Warnock vill vera áfram hjá Cardiff, sama þó að liðið falli niður í Championship deildina.

„Ég myndi sennilega ekki vilja gera það með neinum öðrum klúbbi í heiminum nema Cardiff."
Athugasemdir
banner
banner
banner