Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. maí 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp ósáttur: Ég veit ekki hvað þetta fólk fær sér í morgunmat
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp er ekki sáttur með skipulagsmál evrópska knattspyrnusambandsins og er ekki smeykur við að láta skoðanir sínar í ljós.

Liverpool keppir úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Tottenham í Madríd. Það þýðir að allar gistingar og önnur verð munu rjúka upp í kringum úrslitaleikinn sem fer fram 1. júní.

„Fyrir utan hvað þetta verður dýrt fyrir stuðningsmenn þá er óskiljanlegt hvers vegna þessar ákvarðanir eru teknar fyrirfram. Við erum heppnir að okkar úrslitaleikur sé allavega í okkar heimshluta en ekki í Bakú eins og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar," sagði Klopp.

Ákvörðunin um að halda úrslitaleikinn í Bakú hefur verið harðlega gagnrýnd. Arsenal og Chelsea mætast þar en hafa aðeins fengið 6000 miða á haus til að veita stuðningsmönnum. Flugvöllurinn í Bakú ræður einfaldlega ekki við meiri umferð.

„Að spila úrslitaleik í Evrópukeppni í Bakú er mjög fyndið. Ég veit ekki hvað þetta fólk fær sér í morgunmat sem tekur þessar ákvarðanir. Þetta er eins og í fyrra, þá fórum við til Kænugarðs að spila úrslitaleikinn. Frábær og falleg borg, en í öðrum parti heimsins.

„Það er ekki beint líklegt að rússneskt lið eða lið frá þessu svæði Evrópu komist í úrslitaleikinn, af hverju þá velja þennan leikvang? Núna til dæmis þarf Madríd að undirbúa sig fyrir hvað, 200 þúsund enska stuðningsmenn?

„Ég skil ekki hugsunina bakvið þessar ákvarðanir, þetta er hreinlega óábyrgt af svona stóru knattspyrnusambandi."


Þetta er ekki allt, því úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar byrjar 5. júní, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Ég sagði að þetta væri ekki góð hugmynd fyrir tímabilið og núna úps, en skrýtið tvö ensk lið í úrslitaleiknum. Það væri ekki skárra þó að hollenskt lið hefði farið alla leið, það væri bara vandamál fyrir aðra þjóð," hélt Klopp áfram. England og Holland eru komin í úrslitakeppnina ásamt Portúgal og Sviss.

„Það er fáránlegt að skipuleggja tvær keppnir á svipuðum tíma og vera svo hissa þegar þær stangast á."

Klopp fór svo að tala um það mikla leikjaálag sem hvílir á knattspyrnumönnum og segir að það verði að leysa úr því sem fyrst í stað þess að bæta við leikjum.

„Ef við lærum ekki að höndla íþróttamennina okkar rétt þá gætum við eyðilagt þessa íþrótt. Þeir spila alltof mikið, þetta er ekki heilbrigt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner