Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. maí 2019 10:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Brighton á skrallinu fyrir leikinn gegn City?
Leikmenn Brighton á djamminu fyrir leik liðsins gegn City?
Leikmenn Brighton á djamminu fyrir leik liðsins gegn City?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum ESPN hafa leikmenn Brighton verið á djamminu síðustu þrjú kvöld fyrir leik liðsins gegn Man City í dag.

City hefur eins stigs forskot á Liverpool í gífurlega spennandi toppbaráttu. Liverpool fær Wolves í heimsókn á sama tíma, klukkan 14:00.

„Ég á félaga sem er stuðningsmaður Brighton. Hann sagði mér að leikmenn liðsins hefðu sést á næturlífinu síðustu þrjú kvöld," sagði Adrien Healy á ESPN.

„Þeir hljóta að hafa sleppt áfenginu og verið í sódavatninu," sagði Ian Darke, lýsir á ESPN.

„Deildin er kláruð áður en partýið hefst, þetta er ekki eins og í gamla daga."

Craig Burley, fyrrum miðjumaður Chelsea og Derby, var einnig í settinu og hann var jákvæður yfir þessu athæfi leikmanna Brighton.

„Ég er vonsvikinn ef þeir fengu sér ekki áfengi. Ég hef verið í titilbaráttu og þá vorum við á djamminu fyrir úrslitaleikinn sem við unnum. Ég býst fastlega við því að þeir hafi verið í kokteilum þar sem það er ekkert undir hjá þeim. Skítt með það að þeir geti hjálpað Liverpool."
Athugasemdir
banner