Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. maí 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar, Sandra og Sara fá að byrja aftur í Þýskalandi
Sara er á toppnum í Þýskalandi með Wolfsburg, en eftir tímabilið gæti hún verið á leið til Lyon í Frakklandi.
Sara er á toppnum í Þýskalandi með Wolfsburg, en eftir tímabilið gæti hún verið á leið til Lyon í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í úrvalsdeild karla í Þýskalandi hefst um helgina, en einnig er búið að ákveða dagsetningu fyrir úrvalsdeild kvenna og C-deild karla þar sem nokkur Íslendingalið má finna.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, samþykkti í síðustu viku að gefa grænt ljós á að hefja aftur leik í þýska boltanum.

Þýska deildin verður sú fyrsta af fimm stærstu deildum Evrópu til að fara aftur af stað síðan keppni var hætt vegna kórónaveirufaraldursins.

Nú hefur einnig verið ákveðið að C-deild karla í Þýskalandi hefjist þann 26. maí næstkomandi og hún verði kláruð 30. júní. Stefnt er á að hefja aftur keppni í úrvalsdeild kvenna 29. maí.

Andri Rúnar Bjarnason er á mála hjá Kaisterslautern í C-deild karla og í úrvalsdeild kvenna spilar Sara Björk Gunnarsdóttir með Wolfsburg og Sandra María Jessen með Bayer Leverkusen. Sara og stöllur hennar eru á toppi deildarinnar og taplausar eftir 16 leiki.

Þá segir í grein Sportbuzzer að stefnt verði á að klára bikarkeppni karla í byrjun júlí og að undanúrslitin fari þá fram 9. og 10. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner