Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. maí 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
11 ára Albert skaut á pabba sinn - „Pabbi þú verður ekkert í liðinu í sumar"
Guðmundur Benediktsson
Guðmundur Benediktsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í Draumaliðinu í gær. Logi velur þar ellefu bestu leikmennina sem hann þjálfaði á sínum ferli.

Hér að neðan má lesa sögu Loga um Guðmund Benediktsson og ellefu ára son hans Albert. Neðst í fréttinni er svo hægt að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni.

„Þið (KR, liðið sem Logi þjálfaði) fáið Prince Rajcomar til ykkar fyrir tímabilið 2009. Var búist við meiru en hann sýndi það tímabilið?" spurði Jói.

„Það er gaman að þú minnist á það því Albert Guðmundsson, var ungur piltur þá, og pabbi hans í hópnum. Gummi sagði mér að þegar Prinsinn kom í KR þá sátu þeir feðgar við eldhúsborðið og Albert les að Prince Rajcomar er kominn í KR. Hann segir: 'Pabbi þú verður ekkert í liðinu í sumar'," svaraði Logi.

„Við Gummi gerðum samkomulag að hann myndi enda ferilinn í svakalega góðu formi. Það var smíðaður sleði sem átti að ýta og draga út um allan vesturbæ."

„Gummi byrjaði á þessu og sagði svo við mig: 'Ég skil alveg unga menn þegar þeir gera þetta en þetta er ekki alveg fyrir mig'. Gummi sagði svo í klefanum: 'Logi? Já - Ef þessi sleði týnist? Já - Ekki leita heima hjá mér',"
sagði Logi og hló.

Sjá einnig:
Óli fékk kaldar kveðjur á Hrauninu - „Það var kominn tími til að þú kæmir hingað helvítis hálfvitinn þinn"


Athugasemdir
banner
banner