Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. maí 2020 09:08
Magnús Már Einarsson
Laporta ætlar að fá Guardiola aftur til Barcelona
Guadiola raðaði inn titlum hjá Barcelona.
Guadiola raðaði inn titlum hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Joan Laporta vonast til að ná forsetastólnum hjá Barcelona á næsta ári en ef honum tekst ætlunarverk sitt er markmið hans að fá Pep Guardiola aftur sem þjálfara.

Laporta var forseti Barcelona frá 2003 til 2010 en á þeim tíma tók Guardiola við sem þjálfari aðalliðsins.

Josep Bartomeu hættir sem forseti Barcelona sumarið 2021 og Laporta vill taka við af honum. Á sama tíma rennur samningur Guardiola út hjá Manchester City.

„Ég væri mjög ánægður að fá Pep aftur en hann er hjá City núna og ákvörðunin veltur á honum. Hann er miðpunkturinn hjá öllum sem tengjast Barcelona og ég held að margir stuðningsmenn yrðu í skýjunum ef hann kemur aftur til félagsins sem þjálfari," sagði Laporta.

„Ég er að vinna í að bjóða mig fram. Ég hef áður verið forseti og ég ætla að taka við því starfi aftur. Staðan hjá Barca 2021 verður dramatísk og við þurfum að snúa hlutunum við."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner