Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 12. maí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool var með Mahrez á óskalistanum
Mynd: Getty Images
Liverpool sýndi Riyad Mahrez sumarið 2017 en ákvað á endanum frekar að kaupa Mohamed Salah.

Mahrez sló í gegn þegar Leicester varð enskur meistari árið 2016 en ári síðar keypti Manchester City hann í sínar raðir.

Áður en að því kom hafði Liverpool hins vegar sýnt honum áhuga.

„Áður en ég skrifaði undir hjá Manchester City þá var áhugi á mér frá Liverpool en um leið og þeir tóku Mo Salah þá var því lokið," sagði Mahrez.

Mahrez er 29 ára gamall en hann hefur tvívegis orðið enskur meistari með Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner