Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. maí 2020 15:54
Elvar Geir Magnússon
Lögreglan ræður því hvort ensku liðin fái að spila á sínum völlum
Fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United.
Fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mirror hefur heimildir fyrir því að ríkisstjórnin sé tilbúin að leyfa enskum úrvalsdeildarfélögum að spila á sínum leikvöngum.

Lokaákvörðunin mun samt vera hjá lögregluyfirvöldum en þessa dagana er mikið verið að funda um endurkomuáætlun ensku úrvalsdeildarinnar, 'Project Restart'.

Á fimmtudag munu fulltrúar deildarinnar funda með ríkisstjórnininni en félögin eru mótfallin því að spila á hlutlausum völlum.

Ef lögreglan gefur samþykki og fyllsta öryggis er gætt þá fá liðin að spila á sínum völlum.

Breskir stjórnmálamenn hafa talað um að það myndi lyfta anda þjóðarinnar að fá enska boltann aftur en að mikilvægt sé að hann snúi aftur þegar hægt er að tryggja allt öryggi og heilsa fólks sé ekki lögð í hættu.
Athugasemdir
banner
banner
banner