þri 12. maí 2020 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maggi Bö: Léttara andrúmsloft og meiri sigurvilji hjá KR
Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri hjá KR.
Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR varð Íslandsmeistari í fyrra.
KR varð Íslandsmeistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri hjá KR, segir að það sé talsverður munur á því að vinna fyrir Breiðablik og KR. Maggi hætti að vinna á Kópavogsvelli í fyrra og fór þá yfir til KR.

Maggi mætti í Niðurtalninguna á Fótbolta.net í dag. Niðurtalningin er hnitmiðaður hlaðvarpsþáttur sem er á dagskrá í hverri viku fram að Íslandsmóti. Í þáttunum er hitað upp fyrir fótboltasumarið með góðum gestum og nýjustu fréttirnar úr boltanum skoðaðar.

Þáttinn má hlusta á í öllum hlaðvarpsforritum og er hann einnig aðgengilegur hér neðst í fréttinni.

„Það er talsverður munur. Það er miklu meira að gera hjá mér í KR því ég er bara einn," segir Maggi. „Tækjakosturinn er miklu meiri í Kópavogi það er allt til alls. Það er búið að taka 20 ár að safna upp tækakosti þar. Maður þarf því að leita í aðrar lausnir og fara aðrar leiðir hjá KR."

Maggi sagði þá einnig: „Það er léttara andrúmsloft hjá KR og meiri sigurvilji."

KR varð eins og flestir vita Íslandsmeistari í fyrra og hafði mikla yfirburði í Pepsi Max-deild karla.

Ekki gerður greinarmunur
Magnús Valur er menntaður í grasvallarfræðum og fór ekki leynt með óánægju sína með þá ákvörðun að setja gervigras á Kópavogsvöllinn. Hann segir að ekkert hafi legið á þar, og þá segir hann menn ekki greinarmun á keppnisvöllum og æfingavöllum.

„Veturinn í fyrra var svo ógeðslega góður að Kópavogsvöllur hefði verið svo geggjaður í fyrra ef ekki hefði verið búið að setja gervigras á hann. Svo er búið að vera Covid núna að það lá ekkert á að vera að fara í þessar framkvæmdir," sagði hann.

„Þetta svíður enn því mér þykir enn mjög vænt um Kópavogsvöll og fótboltavellina þar. Það eru vel uppbyggðir vellir í Kópavogi. Æfingasvæðin hjá Breiðablik og HK eru flest vel uppbyggð þannig að aðstaðan er þar; það er nóg grassvæði þar. Maður hefði frekar viljað sjá að þeir hefðu byggt æfingavöll með gervigrasi, ekki keppnisvöll með gervigrasi."

„Menn gera ekki greinarmun á keppnisvelli og æfingavelli. Ef þú ætlar að vera með keppnisvöll með gervigrasi þá máttu bara nota hann 20 tíma í viku. Til hvers þá að vera með gervigrasvöll ef þú notar hann bara 20 tíma í viku?"

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Maggi Bö: Vellirnir ættu að vera í mjög góðu standi í sumar
Niðurtalningin - Maggi Bö og skemmtilegustu vellirnir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner