Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. maí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle vill fá Bale - Forkaupsréttur Spurs runninn út
Mynd: Getty Images
Real Madrid keypti Gareth Bale á metfé frá Tottenham árið 2013. Síðan þá hefur Bale skorað 80 deildarmörk í 169 leikjum og unnið Meistaradeildina fjórum sinnum.

Þrátt fyrir það hefur Bale seint talist í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum en hann var í skugga Cristiano Ronaldo þar til sumarið 2018 og í kjölfarið jókst óánægjan með Bale í Madrid.

Tottenham var, samkvæmt Marca, með forkaupsrétt á Bale þangað til sumarið 2019 ef önnur félög hefðu áhuga á að kaupa Bale frá Madrid.

Nú er Newcastle sagt hafa mikinn áhuga á velska landsliðsmanninum. Fyrir 30. júní 2019 hefði Real Madrid þurft að láta Spurs vita ef tilboð barst í Bale en nú eru tímarnir breyttir og Tottenham ekki með réttinn til að fá þær upplýsingar.

Newcastle er ennfremur sagt ætla að ráða Mauricio Pochettino sem stjóra félagsins en líklegt er að eigendaskipti verði í Newcastle því Mike Ashley virðist loks ætla ná að selja félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner