Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. maí 2020 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba, Martial, Lindelöf og Pereira æfðu í almenningsgarði
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Fjórir leikmenn Manchester United voru myndaðir í almenningsgarði Cheshire í dag. Þeir tóku þar æfingu, en að sögn Daily Mail eru engar sannanir um að þeir hafi með því brotið reglur um útgöngubann í Bretlandi.

Bretland hefur komið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, en stefnt er á það að knattspyrnufélög byrji aftur að æfa í litlum hópum á næstunni. Þá er stefnt á það að hefja ensku úrvalsdeildina aftur í næsta mánuði.

Það voru þeir Paul Pogba, Anthony Martial, Victor Lindelöf og Andreas Pereira sem æfðu í almenningsgarðinum.

Þeir ætla að mæta tilbúnir til leiks ef enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik.


Athugasemdir
banner
banner