Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. maí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Sigurður hættir sem formaður aðalstjórnar Stjörnunnar
Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna árið 2016.
Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Bjarnason, formaður aðalstjórnar Stjörnunnar, ætlar að hætta störfum á aðalfundi félagsins á morgun en Vísir greinir frá þessu í dag. Málefni aðalstjórnar félagsins hafa ratað í fótboltaumræðuna síðustu daga en Máni Pétursson lét í sér heyra á Stöð 2 Sport í síðustu viku í umræðu um Pepsi Max-deildina.

„Vandamál Stjörnunnar er að félagið er bara í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli, það er gríðarlega slæmt og það þorir enginn að tala um þetta," sagði Máni á Stöð 2 Sport.

„Ég held að þetta sé ekki öðruvísi með Stjörnuna heldur en mörg önnur félög á þessu landi. Menn eru peppaðir: 'Við þurfum að fá sterkar konur, við þurfum að sýna sterkar konur hérna. Þær verða að segja sína skoðun og gera sína hluti!'. Það er gott vel. Þegar þessar konur deila svo sinni skoðun byrjar typpafélagið að segja: 'Heyrðu, þið þurfið bara að fara útúr félaginu'."

Eftir orð Mána létu fyrrum leikmenn Stjörnunnar í meistaraflokki kvenna í sér heyra. Á síðustu tíu árum hefur Stjarnan fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari kvenna, nú síðast árið 2016. Það hefur hins vegar verið mikil uppstokkun í leikmannahópnum að undanförnu og er aðeins einn leikmaður eftir í liðinu sem spilaði ágætis rullu í síðasta Íslandsmeistaratitili.

Í Instagram færslunni á síðunni stjornustelpur2017 segir: „Það ætti að vekja upp spurningar um stjórnarhætti og þau gildi sem félagið hefur tileinkað sér. Þar sem Máni hefur tekið dæmi sem standa honum næst þá hoppum við á vagninn og tökum undir þessi orð hans með von um endurnýjungar, fersk viðhorf í stjórnarháttum og auknar jafnréttisáherslur innan félagsins sem við eigum svo margar góðar minningar með, og óskum alls hins besta í framtíðinni."

Nokkrir fyrrum leikmenn kvennaliðs Stjörnunnar deila færslunni á samfélagsmiðlum og skrifaði markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir á Twitter: „Aðalfundur Stjörnunnar í næstu viku - ég mæti spennt!"

Sigurður hefur nú tilkynnt að hann muni hætta sem formaður á morgun en samkvæmt frétt Vísis nefndu þrír stjórnarmenn samskipti við Sigurð sem ástæðu þess að þeir sögðu sig úr stjórn fyrir skömmu.

„Það er ekki nóg með að allt þetta mál hefur skaðað okkur gríðarlega, hvað varðar ímyndina út á við, og það að einhver nafnlaus aðili tjái sig og gefi upplýsingar um innanbúðarmál hjá Stjörnunni sem skaða félagið… það er einhver aðili sem er ekki að vinna af heilindum fyrir félagið. Ég er grjótharður Stjörnumaður, alinn upp hérna í félaginu, og geri ekkert nema það sem er til hagsbóta fyrir félagið og fyrir allar deildir. Sum mál þarf bara að leiða til lykta og þau eru leidd til lykta á ákveðinn hátt, út frá ákveðnum hagsmunum, og þannig störfum við hérna hjá Stjörnunni. Ég hef ekki verið að skella neinum hurðu," sagði Sigurður við Vísi.

Sjá einnig:
Fyrrum leikmenn Stjörnunnar kalla eftir breyttum stjórnarháttum
Máni: Stjarnan búin að tapa gildunum sínum
Athugasemdir
banner
banner
banner