Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. maí 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spörkuðu meira í Ronaldinho því hann kom ekki
Ronaldinho fór næstum því til Manchester United.
Ronaldinho fór næstum því til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Sú saga er fræg þegar Manchester United var næstum því búið að klófesta Brasilíumanninn Ronaldinho áður en hann gekk í raðir Barcelona.

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur núna greint frá því hversu langt það var komið. Hann segir að Brassinn hafi verið kominn með treyjunúmer hjá United.

Scholes var spurður að því í hlaðvarpsþætti á BBC hvaða leikmann hann hefði helst viljað sjá United kaupa af þeim leikmönnum sem félagið missti af. Hann sagði: „Sá sem stendur upp úr er Ronaldinho."

„Við vorum á undirbúningstímabilinu og ég held að þeir hafi verið nálægt því að kynna hann til leiks hjá okkur og það var búið að gefa honum númer, en hann skipti um skoðun á síðustu stundu og samdi við Barcelona."

„Hann var að koma frá PSG og við héldum að hann yrði sérstakur leikmaður fyrir okkur, svona eins og Cantona þegar hann kom til okkar. Svo, þremur dögum síðar, erum við að spila æfingaleik gegn Barcelona í Seattle og allir eru að reyna að sparka í hann. Við reyndum að sparka vel í hann því hann kom ekki til okkar."

„Ég var heppinn að spila með mörgum frábærum leikmönnum og hann hefði verið annar, en það gerðist ekki."

Það hefur ekki alveg gengið nægilega vel hjá Ronaldinho frá því að ferli hans lauk. Fyrr á þessu ári var hann í fangelsi í Paragvæ, en hann var handtekinn með falsað vegabréf.

Sjá einnig:
Ronaldinho um fangelsisvistina: Mikill skellur
Athugasemdir
banner
banner
banner