þri 12. maí 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjörnugjöf í danska unglingastarfinu
Rúnar Alex Rúnarsson er fyrrum markvörður Nordsjælland. Hann leikur í dag með Dijon í Frakklandi.
Rúnar Alex Rúnarsson er fyrrum markvörður Nordsjælland. Hann leikur í dag með Dijon í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Danska knattpsyrnusambandið hóf nýlega nýtt verkefni þar sem félög fá stjörnugjöf fyrir unglingastarf sitt. Er þetta gert til þess að skapa meira gegnsæi í störfum félagana.

Á þessu ári er Nordsjælland á toppnum með fimm stjörnur. „Nordsjælland gerir mjög vel í því að koma ungum leikmönnum upp í aðallið sitt," segir Teddy Pedersen, sem er yfir verkefninu.

Öflugir leikmenn eins og Mathias Jensen, Andreas Skov Olsen og Mikkel Damsgaard hafa komið upp úr unglingastarfi Nordsjælland á undanförnum árum.

Næst á eftir Nordsjælland í stjörnugjöfinni koma FC Kaupmannahöfn, Midtjylland og Bröndby.

Nánar má lesa um verkefnið hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner