Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. maí 2020 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Gylfi geti enn staðið fyrir sínu framar á vellinum
Mynd: Getty Images
Paul Robinson, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, býst ekki við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði seldur frá Everton í næsta félagskiptaglugga.

Gylfi er dýrasti leikmaður í sögu Everton, en hann hefur hann ekki átt sitt besta tímabil á ferlinum á þessu tímabili. Áður en hlé var gert á fótbolta víða vegna kórónuveirunnar var tölfræði Gylfa slök: 26 deildarleikir, eitt mark og tvær stoðsendingar.

Á síðasta tímabili tókst honum að skora 13 mörk og leggja upp sex, en á þessu tímabili hefur hann ekki náð að fylgja því eftir.

Talað hefur verið um að Gylfi, sem verður 31 árs síðar á árinu, verði mögulega seldur í næsta glugga, en Robinson telur það ólíklegt.

„Þeir borguðu eitthvað um 50 milljónir punda fyrir hann, en ég held að þeir muni ekki fá nálægt þeirri upphæð ef þeir reyna að selja hann núna. Það er eitthvað sem knattspyrnustjórinn verður að skoða," sagði Robinson við Football Insider.

„Það eru mikil gæði í honum, án nokkurs vafa. Hann er marksækinn sóknarmiðjumaður og ef þú spilar honum framarlega á vellinum þá getur hann enn staðið fyrir sínu."

„Ég býst við því að hann verði áfram því það er ekki sniðugt fjárhagslega fyrir Everton að selja hann á mikið lægri upphæð en hann var keyptur fyrir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner