Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. maí 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það horfðu allir á Messi en ég horfði á Iniesta"
Andres Iniesta. Gæði.
Andres Iniesta. Gæði.
Mynd: Getty Images
Fabio Cannvaro, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu og núverandi þjálfari Guangzhou Evergrande í Kína, er mikill aðdáandi miðjumannsins Andres Iniesta.

Iniesta er goðsögn hjá Barcelona, en hann leikur í dag með Vissel Kobe í Japan.

Cannavaro segist hafa fylgst frekar með Iniesta en Lionel Messi þegar hann horfði á leiki Barcelona á árum áður.

„Það var ekki annað hægt en að elska að horfa á hann spila," sagði Cannavaro við AS á Spáni.

„Hann var líka mjög auðmjúkur. Það voru kannski allir að horfa á Messi, en ég var að horfa á Iniesta."

Cannavaro talaði einnig um Messi á dögunum þegar hann sagði: „Messi er toppleikmaður en Maradona er í öðrum heimi. Ég ber hann aldrei saman við aðra leikmenn. Hann er ekki einn af þeim bestu. Hann er sá besti."

Sjá einnig:
Cannavaro: Messi frábær en Maradona er sá besti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner