Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. maí 2021 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Tomori stökk hærra en Ronaldo - Nýtt met í Serie A
Mynd: EPA
Fikayo Tomori, varnarmaður Chelsea að láni hjá AC Milan, bætti met í Serie A þegar hann skoraði í 0-3 sigri gegn Juventus í Meistaradeildarbaráttunni á dögunum.

Tomori skoraði með skalla og stökk langt yfir Giorgio Chiellini til að vinna einvígið.

Tomori stökk svo hátt að hausinn hans var í 2,63m hæð. Það er níu sentimetrum hærra heldur en gamla met Cristiano Ronaldo sem náði 2,54m hæð í stökki.

Tomori hefur verið frábær frá komu sinni til Milan og er með fast sæti í byrjunarliðinu við hlið Simon Kjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner