Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. maí 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk ekki með Hollandi á EM
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk hefur staðfest að hann muni ekki vera með Hollandi á EM alls staðar í sumar vegna meiðsla.

Þessi varnarmaður Liverpool hefur misst af langstærstum hluta tímabilsins vegna meiðsla sem hann hlaut gegn Everton í október.

Van Dijk er bjartsýnn á að verða klár fyrir undirbúningstímabil Liverpool.

„Miðað við allt sem er í gangi tel ég að það sé rétt ákvörðun að fara ekki á EM, miðað við líkamlegt ástand er það rétta ákvörðun," segir Van Dijk.

„Augljóslega er það áfall að missa af EM en ég verð að sætta mig við þetta. Ég hefði auðvitað vilja leiða þjóð mína á mótinu en svona er staðan."


Athugasemdir
banner
banner