þri 12. júní 2018 22:10
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
4. deild: Níu mörk í þremur leikjum
Árborg eru ósigraðir
Árborg eru ósigraðir
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Berserkir unnu öruggan heimasigur
Berserkir unnu öruggan heimasigur
Mynd: Pétur Kjartan Kristinsson
Þrír leikir fóru fram í Passion League, 4. deild karla í kvöld.

Í A-riðli áttust við Berserkir og Ýmir en bæði lið eru að berjast á toppnum. Búast mátti við jöfnum leik en svo varð ekki því Berserkir unnu öruggan sigur, 3-0. Kormákur Marðarson og Númi Már Atlason skoruðu mörk Berserkja í fyrri hálfleik áður en það var innsiglað 3-0 sigur í seinni hálfleik.

Með sigrinum komust Berserkir upp að hlið Ýmis á toppi riðilsins en bæði lið eru með 9 stig.

Elliði heimsótti SR í B-riðli og voru það heimamenn sem komust yfir strax á 7. mínútu. Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði hins vegar metinn fyrir Elliða tveimur mínútum síðar. Jón Steinar Ágústsson kom svo gestunum yfir á 25. mínútu og urðu það lokatölur, sterkur útisigur hjá Elliða.

Elliði er í öðru sæti riðilsins en SR er í því fjórða.

Árborg og Ísbjörninn áttust við í C-riðli og vann Árborg öruggan útisigur. Aron Freyr Margeirsson, Haukur Ingi Gunnarsson og Daníel Ingi Birgirsson skoruðu mörk Árborgar.

Árborg eru ósigraðir á toppi riðilsins en Ísbjörninn er í næst neðsta sæti með eitt stig.

4. deild - A riðill
Berserkir 3 - 0 Ýmir

1-0 Kormákur Marðarson ('14)
2-0 Númi Már Atlasaon ('28)
3-0 Markaskorara vantar ('57)

4. deild - B riðill
SR 1 - 2 Elliði

1-0 Markaskorara vantar ('7)
1-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('9)
1-2 Jón Steinar Ágústsson ('25)

4. deild - C riðill
Ísbjörninn 0 - 3 Árborg

0-1 Aron Freyr Margeirsson
0-2 Haukur Ingi Gunnarsson
0-3 Daníel Ingi Birgisson


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner