þri 12. júní 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
Hannes hætti næstum í fótbolta eftir meiðsli við kvikmyndagerð
Var að skoða stað fyrir tónlistarmyndband með Nylon
Icelandair
Hannes í eldlínunni á æfingu hjá landsliðinu í Rússlandi.
Hannes í eldlínunni á æfingu hjá landsliðinu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes ólst upp hjá Leikni.
Hannes ólst upp hjá Leikni.
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segist hafa verið nálægt því að leggja hanskana á hilluna í kringum tvítugt þegar hann meiddist illa við gerð á tónlistarmyndbandi fyrir Nylon. Þetta kemur fram í langri grein sem James Montague birti í dag.

Hannes var á þessum tíma ennþá á mála hjá uppeldisfélagi sínu Leikni R. en hann var byrjaður að geta sér gott orð sem leikstjóri. Hannes leikstýrði á dögunum auglýsingu Coca-Cola sem var frumsýnd í dag.

Meiðslin umræddu árið 2004 urðu þannig að Hannes var að skoða stað fyrir myndatöku við tónlistarmyndband fyrir lagið 5 á Richter með Nylon.

Vegahlið féll á hendina á Hannesi og hann skarst mjög illa. Svo illa að hann missti næstum því fingur.

„Ég gat horft á beinið mitt, sinarnar og allt. Ég sá allt á hreyfingu," segir Hannes í greininni hjá James.

Þegar Hannes var á leið í aðgerð á sjúkrahúsi eftir meiðslin sagði hann við foreldra sína að hann ætlaði að hætta í fótbolta. Faðir hans tókst að tala Hannes af því.

„Hann er þrjóskur djöfull og ég erfði hugarfarið hans," sagði Hannes.

Í greininni er farið ítarlega yfir ótrúlegan feril Hannesar. Þar er farið mjög vel yfir slæm mistök sem hann gerði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Leikni í lokaumferðinni í 2. deildinni 2004.

Hannes gaf þá mark í leik gegn Víkingi Ólafsvík í úrslitaleik um sæti í 1. deild. Meðal annars er rætt við Val Gunnarsson í greinninni en hann hélt Hannesi á bekknum hjá Leikni á þessum tíma. Einnig er rætt við Árna Þór Gunnarsson stuðningsmann Leiknis.

Hannes fór í kjölfarið í Aftureldingu árið 2005 og þar á eftir lék hann með Stjörnunni, Fram og KR áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2014.

Smelltu hér til að lesa greinina í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner