Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. júní 2018 22:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
HM 2026 annað hvort í Norður-Ameríku eða Afríku
Kosið á morgun
Marokkó vill halda HM 2026
Marokkó vill halda HM 2026
Mynd: Getty Images
David Beckham er stuðningsmaður þess að HM verði haldið í Norður-Ameríku árið 2026
David Beckham er stuðningsmaður þess að HM verði haldið í Norður-Ameríku árið 2026
Mynd: Getty Images
Mikil spenna er fyrir heimsmeistaramótinu sem hefst í Rússlandi á fimmtudag. Opnunarleikurinn verður á milli gestgjafanna og Sádí-Arabíu.

Á morgun kemur hins vegar í ljós hvar heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið en það verður annað hvort haldið í Norður-Ameríku eða Afríku.

Það var umdeild ákvörðun á sínum tíma þegar Rússar voru fengnir til þess að halda HM í sumar og þegar Katar var fengið til þess að halda HM 2022.

FIFA hefur lofað því að valið á nýjum gestgjöfum verði opnari og gagnsærri að þessu sinni.

48 lið munu taka þátt á HM 2026 og leiknir verða 80 leikir.

Mexíkó, Bandaríkin og Kanada sækjast eftir því að halda HM 2026 sameiginlega.

Öll löndin þekkja það að halda HM ein og sér. Mexíkó hélt HM karla árin 1970 og 1986 á meðan Bandaríkin hélt mótið árið 1994. Þá hélt Kanada HM kvenna árið 2015.

Bandaríkin eru leiðandi í þessari umsókn en 10 af 16 leikvöngum mótsins yrðu í Bandaríkin á meðan Mexíkó og Kanada fá þrjá veli hvor. Úrslitaleikurinn yrði svo haldinn í Bandaríkjunum.

Margir knattspyrnuáhugamenn hafa sett spurningamerki við ferðalögin á milli leikstaða í Rússlandi í sumar. Ferðalagið í Norður-Ameríku yrði hins vegar töluvert lengra.

1900 mílur eru á milli fjarlægustu staða í Rússlandi á meðan fjarlægðin yrði um 3000 mílur í Norður-Ameríku.

Hinir gestgjafarnir sem sækjast eftir því að halda HM 2026 er Marokkó.

Marokkó hefur fjórum sinnum sóst eftir því að halda HM en aldrei orðið fyrir valinu.

Úrslitaleikurinn yrði haldinn í Casablanca en völlurinn þar tekur 93000 áhorfendur. Casablanca er stærsta borg Marokkó en allir leikvangarnir yrðu í 550 kílómetra radíus frá borginni. Það yrði því töluvert styttra ferðalag.

Marokkó er eitt nyrðsta land Afríku og er mjög nálægt Evrópu. Hicham El Amrani er í forsvari fyrir HM í Marokkó og segir hann að mótið yrði ekki aðeins afrískt heimsmeistaramót heldur einnig evrópskt.

Þannig gætu Evrópulöndin sameinast og kosið Marokkó, þar sem það er mun styttra ferðalag.

Kosið verður á morgun og verður fróðlegt að sjá hvar heimsmeistaramótið verður haldið eftir átta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner