þri 12. júní 2018 21:12
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Inkasso: Njarðvík og Þróttur R. með útisigra - Öruggt hjá Fram
Fernandes skoraði tvö í kvöld
Fernandes skoraði tvö í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar unnu sterkan útisigur í Breiðholti
Njarðvíkingar unnu sterkan útisigur í Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöunda umferð Inkasso-deildar karla hófst í kvöld með þremur leikjum.

Fram fékk Hauka í heimsókn. Þegar allt virtist stefna í markalausan fyrri hálfleik náði Tiago Fernandes að skora með góðu skoti.

Fernandes tvöfaldaði svo forystu Fram snemma í seinni hálfleik. Fred Saraiva kom svo Fram í 3-0 á 62. mínútu áður en Gunnar Gunnarsson klóraði í bakkann undir lok leiksins fyrir Hauka. Lokatölur 3-1. Með sigrinum komst Fram í 3. sæti deildarinnar en Haukar eru í 7. sæti.

Nýliðar Njarðvíkur heimsóttu Breiðholtið en þar biðu þeirra ÍR-ingar. Gestirnir byrjuðu vel og komust yfir strax á 9. mínútu en þá skoraði Magnús Þór Magnússon. ÍR-ingar jöfnuðu svo leikinn á 30. mínútu en þá var að verki Máni Austmann Hilmarsson úr vítaspyrnu.

ÍR fékk töluvert fleiri færi í leiknum en það telur ekki alltaf. Það þarf víst að nýta þau og það gerði Njarðvík á 83. mínútu þegar Arnór Björnsson skoraði og tryggði hann Njarðvík sterkan útisigur.

Fimmta tap ÍR í röð og eru þeir í fallsæti. Njarðvík er hins vegar komið upp í 8. sæti deildarinnar.

Á Selfossi mættust heimamenn og Þróttur R.

Markalaust var í hálfleik en eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði Ólafur Hrannar Kristjánsson og kom gestunum yfir.

Það reyndist eina mark leiksins. Liðin voru jöfn á stigum fyrir leik og er Þróttur komið með sigrinum í 7. sæti en Selfoss er í því níunda.

Fram 3 - 0 Haukar
1-0 Tiago Fernandes ('43)
2-0 Tiago Fernandes ('48)
3-0 Fred Saraiva ('62)
3-1 Gunnar Gunnarsson ('89)

ÍR 1 - 2 Njarðvík
0-1 Magnús Þór Magnússon ('9)
1-1 Máni Austmann Hilmarsson ('30, víti)
1-2 Arnór Björnsson ('83)

Selfoss 0 - 1 Þróttur R.
0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('62)
Athugasemdir
banner
banner