Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. júní 2018 08:19
Magnús Már Einarsson
Landsliðið horfir saman á bíómyndir - Tomb Raider í gær
Icelandair
Björn Bergmann valdi Tomb Raider fyrir hópinn í gær.
Björn Bergmann valdi Tomb Raider fyrir hópinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn íslenska landsliðsins gera ýmislegt til að dreifa huganum á milli æfinga og leikja á HM í Rússlandi.

Leikmenn keppa meðal annars í borðtennis og snóker sem og mörgu öðru. Þá hafa leikmenn horft saman á bíómyndir undanfarin tvö kvöld.

Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson valdi myndina á sunnudag en þá var horft á Game night.

„Fyrsta myndin var ekkert sérstök. Hún átti að vera grínmynd en það misheppnaðist eitthvað," sagði Hólmar Örn Eyjólfsson við Fótbolta.net í dag og hló.

Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson valdi aðra mynd í gær.„Hann valdi Tomb Raider. Hún var eitthvað betri," sagði Hólmar.
Athugasemdir
banner
banner