Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. júní 2018 15:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lennon skoraði af 40 metrum - „Var alltaf að leita að tækifærinu"
Sjáðu markið magnaða
Lennon ákvað bara að skjóta.
Lennon ákvað bara að skjóta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lennon er búinn að koma sér vel fyrir á Íslandi.
Lennon er búinn að koma sér vel fyrir á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon, framherji FH, skoraði fallegasta mark Íslandsmótsins hingað til þegar FH gerði 2-2 jafntefli við KR á sunnudagskvöld.

Hægt er að sjá markið á vef Vísis hérna.

Fótbolti.net heyrði í Lennon í dag og spurði hann út í markið sem var af tæplega 40 metra færi.

„Við vorum ekki að skapa mörg færi," segir Lennon en FH var 1-0 undir þegar hann ákvað að demba sér í skotið. „Markvörður var búinn að vera svolítið framarlega í leiknum þannig að ég var alltaf að leita að tækifærinu. Boltinn datt fullkomlega fyrir mig þannig að ég lét bara vaða."

„Ég skoraði eitt svipað mark þegar ég var yngri að spila fyrir Rangers í Skotlandi. Það mark kom í úrslitaleik í bikar þegar ég var í unglingaliðunum þar. Ég skoraði þrennu í þeim leik og eitt markanna var svipað en með vinstri fætinum."

„Markið gegn KR og það mark eru tvö uppáhalds mörkin mín á ferlinum hingað til."

„Er mjög stoltur af þessu"
Markið í Vesturbænum var fimmta mark Lennon í Pepsi-deildinni í sumar en hann er núna orðinn markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu efstu deild karla á Íslandi.

Lennon er kominn með 54 mörk í efstu deild á Íslandi, Sin­isa Kekic skoraði 53 mörk og Mihajlo Bibercic 52.

Fyrstu 13 mörkin skoraði Lennon fyrir Fram en næstu 41 mörk hafa komið fyrir Fimleikafélagið úr Hafnarfirði. Lennon spilaði í Fram frá 2011 til 2013 og hefur verið hjá FH frá 2014.

Lennon er auðvitað ánægður með þennan áfanga. „Þetta er skemmtilegt. Ég bjóst ekki endilega við að ná þessu þegar ég kom hingað fyrst þar sem ég vissi ekki að ég myndi vera hérna svona lengi," segir sá skoski en hann fór frá Fram til Noregs en stoppaði ekki lengi þar.

„Ég viss ekki að ég væri nálægt þessu fyrr en ég skoraði mitt 50. mark gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Fólk fór að tala um þetta og þetta var líklega að fara að gerast á þessari leiktíð. Ég er mjög stoltur af þessu og vonandi gett ég bætt fleiri mörkum við."

Lennon skrifaði nýlega undir fjögurra samning við FH og honum líður mjög vel á Íslandi.

„Ég elska lífstílinn hérna, hér er rólegt. Það er öruggara og meiri hreinlæti hér en í Glasgow þaðan sem ég er uppalinn. Ég á íslenska kærustu og tveggja ára son sem er hálf-íslenskur. Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna," segir Lennon að lokum og stuðningsmenn FH ættu að geta hlakkað til framtíðarinnar með hann í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner