Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. júní 2019 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
AC Milan hefur áhuga á Lovren
Mynd: Getty Images
AC Milan er sagt hafa áhuga á því að tryggja sér starfskrafta Dejan Lovren í sumar. Lovren lék einungis sautján leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni.

Lovren, sem er þrítugur, er mögulega fjórði kostur Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, í miðverðinum. Margir eru á því að þeir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip séu á undan króatíska landsliðsmanninum.

Sky Sports segir frá því í dag að AC Milan sé tilbúið að bjóða Lovren upp á nýja áskorun á San Siro.

Þá greinir Sky Sports frá því að Milan ætli sér að bíða með kaupin þangað til félagið finnur nýjan stjóra. Gennaro Gattuso var látinn fara í vor.

Lovren á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner